• Facebook Social Icon

Heimilisfang

Lindarbraut 4 

840 Laugarvatn

Ísland

Tölvupóstur: tomas[hjá]hi.is

Sími: 5255460

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi er eitt af sjö sjálfstæðum rannsóknasetrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni sem heyra undir Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands. Við setrin er stundað fjölbreytt rannsóknastarf þar sem einstakar aðstæður á hverjum stað eru nýttar til rannsókna. Meðal viðfangsefna rannsókna við setrin eru sjávarlíffræði, landvistfræði, ferðamálafræði, fornleifafræði, menning, náttúruvernd og sagnfræði.  


Setrið á Suðurlandi var stofnað 2009 og er til húsa á Laugarvatni frá haustinu 2017 en var lengst af í Gunnarsholti og á Selfossi. Laugarvatn er vel staðsett fyrir þær rannsóknir sem stundaðar eru við setrið og rannsóknatækifæri eru mörg.