Merkingar á fuglum með einstökum samsetningum litmerkja eru mikilvægt tæki við fuglarannsóknir. Hér má sjá nánari umfjöllun um eðli litmerkinga. Þá er nóg að ná fugli einu sinni en eftir það má þekkja einstaklinginn á færi með góðum sjóntækjum. Í hvert skipti sem fugl sést eftir merkingu fæst brot af þekkingu á lífsháttum hans. Þannig má með tímanum byggja upp mynd af ævi fugla og stofnum þeirra.
 
Við rannsóknasetrið eru rekin fjögur litmerkingaverkefni á vaðfuglum sem rannsóknatæki. Ef áhugasamir rekast á merkta vaðfugla er verðmætt að frétta af því. Upplýsingar sendist á icelandwader(hjá)gmail.com. Upplýsingar sem þurfa að fylgja eru litur og staðsetning merkja, staður og stund. Frekari upplýsingar eins og um hópastærð og atferli eru líka vel þegnar. Endurteknar athuganir á sömu fuglum á svipuðum slóðum eru jafnverðmætar og aðrar því þær gera okkur kleyft að reikna út staðtölur eins og lífslíkur og átthagatryggð.

Leitað að merktum tjöldum að vetrarlagi

OR-GOz (Black-tailed Godwit)
RG-RO (Godwit)
YW-GflagN (Oystercatcher)
Y//G-W//Y (Ringed Plover)
Show More