Við rannsóknasetrið eru stundaðar grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir á náttúrunni þar sem tvinnað er saman langtímarannsóknum og styttri verkefnum sem gjarnan eru unnin af framhaldsnemum. Meginmarkmið er að styrkja faglegan grunn náttúruverndar og stefnumótunar er varðar nýtingu náttúrunnar. Flest verkefni falla í þrjá meginflokka sem oft skarast: i) Áhrif landnotkunar á lífríki, ii) tengsl milli náttúrulegs breytileika í tíma og rúmi (svo sem vegna veðurfars, gróðurframvindu og jarðfræði) og dýrastofna og iii) stofnrannsóknir á farfuglum sem byggja á að fylgja merktum einstaklingum milli landa og kynslóða.

Nýjustu fréttir

Please reload